Selfyssingar Íslandsmeistarar í knattspyrnu innanhúss

Mynd: UMFS.
Mynd: UMFS.

Selfyssingar urðu í gær íslandsmeistarar í knattspyrnu innanhúss, futsal, þegar þær unnu leiki sína í seinni umferð Íslandsmótsins örugglega. Selfoss mætti Hvíta riddaranum og Álftanesi í Vallaskóla í gær. Selfoss vann öruggan sigur gegn báðum liðum. Úrslitin fóru þannig að Selfoss lagði Hvíta riddarann 6-0. Í leik Selfoss og Álftaness fékk Selfoss á sig eitt mark en leiknum lauk með 5-1 sigri Selfoss.