11.1 C
Selfoss
Home Fréttir Vinningshafi vikunnar lukkulegur með snjóblásarann

Vinningshafi vikunnar lukkulegur með snjóblásarann

0
Vinningshafi vikunnar lukkulegur með snjóblásarann
Guðrún Jóna Borgarsdóttir.

Guðrún Jóna Borgarsdóttir, Selfossi, er vinningshafi vikunnar. Í verðlaun var öflugur snjóblásari frá Jötunn á Selfossi. Snjómokstur, skaflar og þreytt bak ættu nú að heyra sögunni til enda blásarinn algerlega miskunnarlaus í baráttunni við snjó og fannfergi á veturna. Við óskum Guðrúnu til hamingju með vinninginn.

Í næstu viku er öflugur hátalari frá Árvirkjanum. Ungir partýpinnar og þroskuð eyru ættu ekki að láta þessa gersemi fram hjá sér fara, en öruggt mál er að tónlistin fylli hvaða herbergi sem er með þessum hátalara.