1.7 C
Selfoss

Tvennir jólatónleikar Karlakórs Selfoss

Vinsælast

Karlakór Selfoss heldur tvenna jólatónleika núna á aðventunni; annars vegar í Skálholtskirkju og hins vegar í Selfosskirkju. Þetta verða notalegar stundir við kertaljós í fallegu umhverfi kirknanna. Karlakórinn hefur mörg undanarin ár haldið jólatónleika ásamt gestakór og hafa þeir ávallt verið vel sóttir og margir hafa sagt að þá fyrst komast þeir í jólaskap þegar Karlakór Selfoss hefur sungi sálminn fallega „Ó helga nótt“.

Fyrri jólastundin verður í Skálholtsdómkirkju ásamt Skálholtskórnum, mánudaginn 10. desember kl. 20:00, en Jón Bjarnason stjórnar báðum kórunum.
Seinni tónleikarnir verða í Selfosskirkju mánudagskvöldið 17. desember kl. 20:00, þá syngur sönghópur Möggu Stefáns frá Tónlistarskóla Árnesinga með Karlakórnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nýjar fréttir