1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Leiðinda bál með suðurströndinni síðdegis á morgun

Leiðinda bál með suðurströndinni síðdegis á morgun

0
Leiðinda bál með suðurströndinni síðdegis á morgun
Veðurstofa Íslands. Veðrið þann 10.12 kl: 18

Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands „gengur í suðaustanhvassviðri eða -stom síðdegis á morgun. Jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi, en snjókomu á heiðum og fjallvegum um landið sunnan- og vestanvert. Varasöm akstursskilyrði þar.“

Eftirfarandi gular viðvaranir koma fram á Veðurstofunni fyrir seinnipartinn á morgun:

Hellisheiði og Þrengsli: Suðaustan 18-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum með mjög takmörkuðu skyggni. Mikil hálka á vegum. Vegafrendur fari varlega.

Eyjafjöllin og nágrenni: Suðaustan 18-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum með vindhviður að 45 m/s. Varasamt ökutæjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Altént er rétt að fylgjast vel með veðrinu næsta sólarhringinn og haga ferðum í  samræmi við það.

Nánari upplýsingar má fá á: Veðurstofunni og Vegagerðinni.

Frekari upplýsingum verður bætt við fréttina eftir því sem upplýsingar berast.