6.7 C
Selfoss

Glæsilegur árangur hjá slökkviliðsmönnum BÁ

Vinsælast

Flottur hópur vaskra slökkviliðsmanna Brunavarna Árnessýslu fagnaði góðum árangri eftir próf Mannvirkjastofnunar nú í lok nóvember. Skemmst er frá að segja að allir stóðust þeir prófið með sóma enda ekki við öðru að búast. Slökkviliðsmennirnir hafa verið við undirbúning og nám í Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunar fyrir slökkviliðsmenn í fullu starfi. Að baki árangrinum liggja langar og strangar æfingar. Námið fór að mestu leyti fram í Reykjavík en einnig í kennslu hjá heimaliði. Meðal þess sem prófað var í var tímataka á því að koma sér í eldgalla og setja á sig reykköfunartæki. Þar að auki er skoðað hvort gallarnir og tækin séu þannig á sett að það sé óaðfinnanlegt með tilliti til þess að líf þeirra og heilsa sé varin við þær ómögulegu aðstæður sem þeir vinna við í brennandi byggingum. Næsta og síðasta lota námsins verður í vor þar sem slökkviliðsmennirnir taka fjögura vikna lotu í Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunar.

Eitt af prófum Mannvirkjastofnunar undirbúið. Mynd: BÁ.

Nýjar fréttir