-5.9 C
Selfoss

Opið fyrir umsóknir í viðskiptahraðal á sviði ferðaþjónustu

Vinsælast

Opið er fyrir umsóknir í hraðalinn Startup Tourism til 3. desember á www.startuptourism.is. Startup Tourism hefst þann 14. janúar 2019 og þetta í fjórða sinn sem hraðallinn er nú haldinn. Tíu fyrirtæki verða valin inn og fá þau leiðsögn og þjálfun yfir tíu vikna tímabil ásamt skrifstofuaðstöðu í húsi Íslenska Ferðaklasans. Þar munu þátttakendur njóta ráðgjafar reyndra frumkvöðla, fjárfesta og lykilaðila innan ferðaþjónustunnar í þeim tilgangi að hraða þróun viðskiptahugmynda sinna og koma þeim á legg.

Óskað er eftir viðskiptahugmyndum sem hafa það að leiðarljósi að fjölga afþreyingarmöguleikum í ferðaþjónustu á Íslandi, styrkja innviði greinarinnar og stuðla að dreifingu ferðamanna um allt land, allan ársins hring.

Startup Tourism er viðskiptahraðall sem sérsniðinn er að þörfum nýrra fyrirtækja á sviði ferðaþjónustu. Verkefninu er ætlað að veita viðskiptahugmyndum faglega undirstöðu og hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra.

Bakhjarlar Startup Tourism eru Isavia, Íslandsbanki, Bláa Lónið og Vodafone, en Icelandic Startups og Íslenski Ferðaklasinn sjá um framkvæmd verkefnisins.

Nýjar fréttir