8.4 C
Selfoss

Jólamarkaður í Aratungu á morgun laugardag

Vinsælast

Kvenfélag Biskupstungna heldur jólamarkað sinn í Aratungu á morgun laugardgainn 1. desember kl 13–17. Þangað getur fólk komið og upplifað jólastemninguna. Á boðstólnum verða m.a. handgerðir skartgripir, útskorið tréverk, prjónavörur, listmunir og matvara. Hægt verður að gera góð kaup, kaupa jólagjafirnar og jólasteikina. Einnig er hægt að setjast niður í notalegri kaffihúsastemningu og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborði kvenfélagskvenna.

Piparkökuhúsakeppnin verður á sínum stað og er tekið á móti piparkökuhúsum kl. 12–13. Verðlaun verða afhent kl. 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nýjar fréttir