-2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Útvörðurinn sýndur í Bíóhúsinu

Útvörðurinn sýndur í Bíóhúsinu

0
Útvörðurinn sýndur í Bíóhúsinu

Í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands er boðið á sýningar á heimildamyndina Útvörðurinn í Bíóhúsinu Selfossi. Útvörðurinn er mynd um Sigurður Pálsson bónda, safn- og vitavörð á Baugsstöðum. Sigurður er samofinn sögu staðarins, Rjómabúinu og Knarrarósvita. Hann er fróður á sagnaslóðum við ströndina frá Loftstaðarhóli að Fornu-Baugsstöðum.

Í myndinni er sagt frá, sjósókn frá Loftstaðasandi, Þuríði formanni, Flóaáveitunni og sjávarflóðum á Eyrum. Þá er og sagt frá landnámsmönnum, þjóðtrúnni og Galdra-Ögmundi. Einnig koma stríðsárin og Kaldaðarnesflugvöllur við sögu, sem og vormenn Íslands og mannlífið í Flóanum.

Kvikmyndin er eftir Gunnar Sigurgeirsson. Tónlistin er eftir Hilmar Örn Hilmarsson og kvæðamaður og þulur er Steindór Andersen.

Sýningardagar eru 1., 2. og 3. desember nk. kl. 17:00 alla sýningardagana. Frítt er inn á allar sýningarnar.