-2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Gunnar með sýningu í húsnæði TM á Selfossi

Gunnar með sýningu í húsnæði TM á Selfossi

0
Gunnar með sýningu í húsnæði TM á Selfossi

Gunnar Gränz listmálari hefur opnað málverkasýningu í húsnæði TM að Austurvegi 6 á Selfossi. Þar eru einnig ýmis verk eftir aðra myndlistarmenn.

Gunnar segir að myndir sínar séu í „Árborgar-ágrips-stíl“ (abstrakt). „Myndirnar eru málaðar þannig að pensillinn fær að ráða þegar ég læt hugann reika um það sem er í umræðunni. Þegar ég byrja að mála birtast í huga mér ýmsar myndir um framtíð Árborgar og hið ótrúlega hugarafl færist yfir á myndflötinn. Það er eins og pensillinn fari eftir hugarorkunni og túlki nýja tíma í Árborg,“ segir Gunnar.

Á sýningunni eru enn fremur nokkrar myndir sem segja sögu sína eins og hún er, með gamla laginu, þar sem hugur og hönd fáða för. Sýningin er opin á opnunartíma TM, virka daga kl. 09:00–16:00. Allir eru velkomnir að líta við. Kaffi á könnunni.