-2.8 C
Selfoss

Allt er hægt ef allir leggjast á árarnar

Vinsælast

Selfoss leikur seinni leikinn gegn pólska liðinu Azoty-Puławy í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í handknattleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi á laugardaginn kemur kl. 18:00.

Selfoss tapaði fyrri leiknum í Póllandi með sjö mörkum 33-26. Þrátt fyrir það er ekki öll nótt úti enn því þetta var aðeins fyrri hálfleikur. Ljóst er að strákanna býður erfitt en ekki óyfirstíganlegt verkefni í síðari leiknum. Sagan sýnir að allt er hægt með góðum leik og dyggum stuðningi áhorfenda og stuðningsmanna.

Forsala fyrir seinni leikinn verður í Hleðsluhöllinni í dag fimmtu­daginn 22. nóvember klukkan 18:30. Forsala fyrir platínum-korthafa hefst hálftíma fyrr, eða klukkan 18:00.

Nýjar fréttir