3.9 C
Selfoss

Framkvæmdir við Flóaljós ganga vel

Vinsælast

Framkvæmdir við 1. áfanga Flóaljósa standa nú yfir, en verkefnið telur tíu áfanga í heildina. Gert er ráð fyrir að 1. áfanga ljúki innan tíðar. Samkvæmt Eydísi Þ. Indriðadóttur, sveitarstjóra er reglulega er farið yfir stöðu mála á verkfundum en ráðgert er að ljúka tveimur áföngum á þessu ári. Verklok eru áætluð í lok júní 2019.

Í samtali við Eydísi kemur fram að fyrsti áfanginn sé líklega einn sá erfiðasti fyrir jarðvinnuverktakana því mjög mikið sé af lögnum í jörðu meðfram Suðurlandsveginum. „Það þarf mikla útsjónarsemi til þess að komast að öllum húsum vegna þessa.“

Að sögn Eydísar berast styrkir til verkefnisins, Byggðastyrkur og styrkur frá Fjarskiptasjóði, samkvæmt samningum eftir framvindu verks. Þá hefur allt efni verið pantað og afgreitt að mestu leyti.

„Þátttaka á meðal íbúa í sveitarfélaginu er mjög almenn. Þá þökkum við íbúum fyrir skilvísar greiðslur og bendum á að ennþá geta sumarhúsaeigendur eða nýir íbúar haft samband eða fyllt út umsóknareyðublöð til þess að vera með í verkefninu á framkvæmdatíma,“ segir Eydís.

Nýjar fréttir