10 C
Selfoss

Fræðsluerindi um skaðvalda í trjágróðri á Íslandi á fimmtudag

Vinsælast

Garðyrkjufélag Árnesinga, í samvinnu við Skógræktina og Garðyrkjuskóla LBHÍ á Reykjum, halda fræðslufund um það sem er efst á baugi varðandi skaðvalda í trjágróðri. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Garðyrkjuskólans LBHÍ á Reykjum, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.00.

Halldór Sverrisson, sérfræðingur í plöntusjúkdómum hjá Skógræktinni flytur erindi og svarar spurningum gesta um það sem er „Efst á baugi varðandi skaðvalda í trjágróðri“.

Aðgangseyrir er 500 kr. Kaffiveitingar í boði.

Allt áhugafólk um garð- og skógrækt er boðið sérstaklega velkomið. Segir í tilkynningu frá Garðyrkjufélagi Árnesinga.

 

Nýjar fréttir