7.8 C
Selfoss

Heimaaðhlynning í þrjú ár

Vinsælast

Um þessar mundir eru þrjú ár liðin frá því að einkarekna sjúkraliðaþjónustan HeimaAðhlynning tók til starfa. Gróa J. Skúladóttir sjúkraliði  stofnaði þjónustuna og hefur rekið hana frá árinu 2015.

Frá byrjun hefur verið lögð áhersla á að veita persónulega og sveigjanlega þjónustu með það að markmiði að mæta þörfum hvers einstaklings, sem nýtur þjónustunnar, sem best þannig að hann hafi tækifæri til þess að búa á sínu eigin heimili sem lengst.

Starfssvæði HeimaAðhlynningar er Sveitarfélagið Árborg, Hveragerðisbær, Flóahreppur og Sveitarfélagið Ölfus. Fjölmargir einstaklingar og fjölskyldur hafa notið þjónustunnar á þessum þremur árum – eldri borgarar, fatlað fólk og aðrir sem þurft hafa aðstoð heima fyrir í lengri eða skemmri tíma.

Boðið er upp á aðstoð við athafnir dagslegs lífs, innlit þar sem haft er m.a. eftirlit með almennri líðan og útivist. HeimaAðhlynning hefur sérstakt leyfi Landlæknisembættisins til að veita þjónustuna. Með Gróu starfa nú þrír starfsmenn.

Nýjar fréttir