11.1 C
Selfoss

Endurbætur á gamla Mjólkurbúinu í Hveragerði hafnar

Vinsælast

Framkvæmdir eru nú hafnar við endurbætur á Mjólkur­búinu í Hveragerði. Ráðast á í múrviðgerðir á ytra byrði húss­ins, steyptum rennum og þaki. Eitt tiboð barst í framkvæmdina að lokinni verðkönnun og nam það tæpum 12 millj. króna. Var það frá fyrirtækinu M1 ehf. en Kolbeinn Hreinsson mun sjá um framkvæmdina.

Mjólkurbúið í Hveragerði er sögufræg bygging og ein af elstu byggingum bæjarfélags­ins, byggt árið 1929 eftir teikn­ingum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Stofnun Mjólkurbús Ölfusinga og bygg­ing hússins markaði upphaf þéttbýlis í Hveragerði. Á undanförnum árum hefur verið unnið að lagfæringu hússins end­ur­nýjun þess að innan og skipt hefur verið um glugga og þeir færðir til upprunalegs horfs.

Nýjar fréttir