1.7 C
Selfoss

Grímsnes- og Grafningshreppur fagnar 20 ára afmæli

Vinsælast

Grímsnes- og Grafningshreppur varð til árið 1998 við sameiningu Grímsneshrepps og Grafningshrepps. Í tilefni af afmælinu verður íbúum hreppsins boðið upp á ýmsa viðburði. Sunnudaginn 4. nóvember sl. var nemendum í Kerhólsskóla ásamt forráðamönnum boðið á sýninguna „Á vit ævintýranna“ sem Leikfélag Selfoss setti upp. Þá verða tónleikar fyrir íbúa 16 ára og eldri sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu í Félagsheimilinu Borg nú í nóvember.
Afmæliskaffi verður svo haldið í Félagsheimilinu Borg þar sem flutt verða á ávörp. Íbúum og öðrum góðum gestum verður að dagskrá lokinni boðið í alvöru „hnallþóru-kaffi“ ásamt ljósmyndasýningu með gömlum myndum úr báðum hreppum.
Ný heimasíða sveitarfélagsins verður svo sett í loftið í tilefni afmælisins öðru hvoru megin við áramót.

Nýjar fréttir