7.3 C
Selfoss

Bæjarráð Árborgar með athugasemdir við tillögur að samgönguáætlun

Vinsælast

Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar ályktaði á fundi sínum, 17. október síðastliðinn, um framlagðar tillögur að samgönguáætlunum fyrir árin 2019-2033.

Í ályktuninni kemur fram að bæjarráð geri alvarlegar athugasemdir við þrjá þætti í tillögunum. Fyrst er gerð athugasemd við að áætlað hringtorg og undirgöng við Suðurhóla á Selfossi sé ekki áætlun fyrr en 2021. Bæjarráð telur að verkið geti með engu móti beðið svo lengi. „Aðstæður eru stórhættulegar á þessum gatnamótum og bráðnauðsynlegt að ráðist verði í verkið strax árið 2019.“
Þá telur bæjarráð að ný brú yfir Ölfusá sé brýnna verkefni en svo að það geti beðið til ársins 2024. Tekið er fram að umferðarþunginn á gömlu brúnni sé að nálgast 20 þúsund bíla flesta daga sumars. Þá er búist við að umferðin fari hratt vaxandi á næstu árum. „Afleiðingar eru kostnaðarsamar umferðartafir, vaxandi slysahætta og mikil óþægindi fyrir daglegt líf á Selfossi.“
Þá er það gagnrýnt að ekki verið ráðist strax í tvöföldun vegarins á milli Selfoss og Hveragerðis heldur verði látið nægja að leggja 2+1 veg. „Þessi vegarkafli er einn sá hættulegasti á landinu – ef ekki sá hættulegasti – eins og opinberar slysatölur vitna um“, segir í ályktuninni.

Nýjar fréttir