8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna bruna

Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna bruna

0
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna bruna
Mynd: dfs.is

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að Héraðsdómur Suðurlands hafi í morgun úrskurðað  að karlmaður fæddur 1965 skuli, að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi, sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16:00 þann 29. nóvember n.k. Krafan byggir á ákvæðum 2. mgr. 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008

Kona sem einnig sætti gæsluvarðhaldi vegna sama máls er nú í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá kemur fram að ekki verði að vænta frekari frétta frá lögreglu af rannsókninni að sinni.