8.9 C
Selfoss

Stefnt að viðbyggingu við Sleipnishöllina á næsta ári

Vinsælast

Hestamannafélagið Sleipnir hélt árshátíð sína í Hvíta húsinu 20. október sl. með hefðbundnum dagskrárliðum. Í ræðu formanns kom fram að félagið er mjög öflugt um þessar mundir. Félagsstarf er mjög virkt sem kallar á aukna uppbyggingu á félagssvæðinu með tilkomu hestabrautar og annarrar aukinnar starfsemi á svæðinu. Fjárhagur er í bata og margir að nýta Sleipnishöllina sem byggð var í sjálfboðavinnu, sér í lagi unga fólkið. Það er að þakka öflugum félagsmönnum sem hafa unnið félaginu gríðarlega mikið gagn undanfarin ár og fá þannig vinnuframlag sitt til baka að sjá hvað það er að gera fyrir starfið í dag.

Stefnt er að ca. 250 m2 viðbyggingu við austanverða Sleipnishöll á næsta ári. Stefnt er að enn frekari uppbyggingu á svæðinu á næstu árum, með bættri lýsingu og uppbyggingu reiðleiða um hverfið og nágrenni. Félagsskapurinn er enn að vaxa sem félag og félagatalið að nálgast 600 félaga sem er ríflega 6% allra íbúa á félagssvæði Sleipnis.

Ingvar Jónasson, félagi ársins ásamt Magnúsi Ólasyni, formanni Sleipnis.

Árshátíðin er einnig uppskeruhátíð þar sem félagar eru verðlaunaðir.
Félagi ársins er Ingvar Jónason fyrir frábært og virkt félagsstarf á árinu sem og á liðnum árum, sér í lagi þó fyrir mikið starf að umsjón Sleipnishallarinnar. Ingvar mætir reglulega til að halda höllinni þrifalegri bæði á virkum dögum og eins þegar meira stendur til með mótahaldi og eða sýningum.

Íslandsmeistarar Sleipnis á árinu 2018 í unglinga- og ungmennaflokki:
1. Elísa Benedikta Andrésdóttir, Íslandsmeistari í fjórgangi ungmenna.
2. Glódís Rún Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í tölti, fjórgangi og í samanlögðum fjórgangsgreinum.
3. Védís Huld Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í slaktaumatölti.
4. Þorgils Kári Sigurðsson í gæðingaskeiði.

Gísli Guðjónsson, varaformaður Sleipnis, Ari B. Thorarensen og Ingunn Gunnarsdóttir, eigendur Króskusar frá Dalblæ, efsta hests í A-flokki Sleipnis, Elin Holst, eigandi Frama frá Ketilsstöðum, efsta hests í B-flokki Sleipnis, Brynja Amble Gísladóttir (tók við verðlaunum fyrir Berg Jónson) bikarhafi í 250 m skeiði, Glódís Rún Sigurðardóttir bikarhafi í 100 og 150 m skeiði og Magnús Ólason, formaður Sleipnis.

Bikarhafar Sleipnis 2018:
Skeið 100 m Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum á Skeiði með tímann 7,87 sek.
Skeið 150 m Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum á LM með tímann 14,29 sek.
Skeið 250 m Bergur Jónsson á Sædísi frá Ketilsstöðum á Landsmóti með tímann 22,40 sek.

Æskulýðsbikar Sleipnis hlaut Védís Huld Sigurðardóttir fyrir frábæran árangur sinn á árinu, fimmfaldur Norðurlandameistari, Íslandsmeistari unglinga í T2, 2. sæti í unglingaflokki á LM ásamt mjög góðum árangri í öðrum mótum.

Ræktunarbikar Sleipnis fengu Páll Stefánsson, Edda Ólafsdóttir og Haukur og Ragga Austurási fyrir Draupnir frá Stuðlum. Draupnir hlaut fyrir byggingu 8,70 og hæfileika 8,77. Aðaleinkunn Draupnis var því 8,74 og vakti mikla eftirtekt í sínum flokki á Landsmóti

Efsti hestur A-flokks og skjaldarhafi Sleipnis var Krókus frá Dalbæ, eigandi Ari B. Thorarensen og Ingunn Gunnarsdóttir.

Efsti hestur B-flokks og skjaldarhafi Sleipnis var Frami frá Ketilsstöðum, eigandi Elin Holst.

Íþróttaknapi Sleipnis er Védís Huld Sigurðardóttir fyrir frábæran árangur sinn á árinu, fimmfaldur Norðurlandameistari og Íslandsmeistari í slaktaumatölti ásamt öðrum góðum árangri í öðrum mótum.

Knapi ársins er Elin Holst sem átti frábært keppnisár á Frama frá Ketilstöðum. Vann B-flokk Landsmóts, var efst í B-flokki á Gæðingamóti Sleipnis og önnur á Íslandsmóti í fjórgang o.fl.

Nýjar fréttir