1.7 C
Selfoss

Samstöðufundur kvenna í Sigtúnsgarðinum í dag

Vinsælast

Konur ganga út frá vinnu sinni til að mótmæla kjaramisrétti, ofbeldi og áreitni á vinnustað í dag, 24. október kl. 14:55. Konur á Suðurlandi ætla að fylkja liði og mæta á samstöðufund í Sigtúnsgarðinum á Selfossi kl. 15:30. Eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 og fylkja sér saman undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu.

Baráttufundir eru haldnir um allt land, sá stærsti á Arnarhóli en hann hefst kl. 15:30. Á fundinum verða lesnar upp kröfur samstöðufunda kvenna á Íslandi til stjórnvalda, atvinnurekenda, stéttarfélaga og samfélagsins alls.

Staðfestir fundir eru boðaðir á Akureyri, Bifröst, Dalvík, Grundarfirði, Ísafirði, Mývatnssveit, Neskaupstað, Ólafsvík, Reyðarfirði, Selfossi, Skaptárhreppi og Varmahlíð og fleiri munu ugglaust bætast í hópinn.

Nýjar fréttir