10.6 C
Selfoss
Home Fréttir „Ostóber“ í Tryggvaskála og Skyrgerðinni

„Ostóber“ í Tryggvaskála og Skyrgerðinni

0
„Ostóber“ í Tryggvaskála og Skyrgerðinni
Tryggvaskáli á Selfossi.

Íslenskir ostadagar standa núna yfir á völdum veitingastöðum hringinn í kringum Ísland. Á þeim er fagnað fjölbreytileika íslenskra osta undir nafninu „Ostóber“. Auk þess eru „Pop up“ veitingastaðir á vegum Búrsins og Ostabúðarinnar í Mathöllunum á Granda og á Hlemmi.

Á Suðurlandi taka þátt Tryggvaskáli Selfossi, Ottó veitingahús á Höfn í Hornafirði og Skyrgerðin í Hveragerði sem er með þriggja rétta matseðill þar sem ostur er í forgrunni.

Gull Tindur er girnilegur ostur, framleiddur á Sauðárkróki. Mynd: MS.

Aðalrétturinn á matseðli Skyrgerðarinnar er með nýjan ost í aðalhlutverki sem er óvenjulegur útlits og ber nafnið „Gull Tindur“ og er framleiddur í Skagafirði. Hann er kringlóttur með svart vax að utan sem gerir hann fallegan á að líta. Gull Tindur er geymdur í ostageymslu í 12–14 mánuði áður en hann fer á markað og fær próteinið í ostinum að kristallast svo líkist salti þegar osturinn er borðaður. Í aðalréttinum hjá Skyrgerðinni er spaghetti velt upp úr ostinum við borðið hjá gestum, síðan er flamberað með brandý, ruccola salati, svörtum pipar og ólífuolíu.

Ostóber stendur yfir frá 15. október til 31. október.