3 C
Selfoss
Home Fréttir Fjöruhreinsun við Dyrhólaey

Fjöruhreinsun við Dyrhólaey

0
Fjöruhreinsun við Dyrhólaey
Mynd: Umhverfisstofnun.

Landverðir Umhverfisstofnunar í friðlandinu Dyrhólaey ætla  að halda áfram fjöruhreinsun við eyjuna laugardaginn 27. október kl. 13:00. Af nógu er að taka og að þessu sinni verður fjaran norðan megin við Dyrhólaey hreinsuð.

Áður en hafist verður handa munu landverðir standa fyrir fræðslugöngu um náttúru og sögu svæðisins. Mæting er við rimlahliðið í Dyrhólaey og þaðan gengið með fjörunni. Á bakaleiðinni munu landverðir dreifa pokum til gesta og í sameiningu verður rusl hreinsað úr fjörunni. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og vera í góðum skóm.

Gangan er létt og áætlað er að hún að taki um tvær klukkustundir. Nánari upplýsingar í síma 822-4088.

Hlekkur á viðburðinn á Facebook er hér.