1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Fjölmennt á forvarnarsýningu Lof mér að falla í Árborg

Fjölmennt á forvarnarsýningu Lof mér að falla í Árborg

0
Fjölmennt á forvarnarsýningu Lof mér að falla í Árborg
Selfossbíó. Mynd: dfs.is.

Talsverður fjöldi fólks var saman kominn á forvarnarsýningu á kvikmyndinni Lof mér að falla sem haldin var í kvöld. Að sýningu lokinni var haldið málþing á Hótel Selfossi. Í samtali við forvarnarfulltrúa Sveitarfélagsins Árborgar kom fram að ekki sé nauðsynlegt að horfa á myndina til að geta nýtt sér málþingið en þar voru m.a. Berglind Guðmundsdóttir og Jóhannes Kr. Kristjánsson með erindi. Einnig voru fulltrúar frá Sveitarfélaginu og Lögreglunni á Suðurlandi.