0.4 C
Selfoss
Home Fréttir Umferðarslys á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar

Umferðarslys á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar

0
Umferðarslys á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar
Lögreglan á Suðurlandi

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að umferðarslys hafi orðið á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar. „Þarna varð árekstur tveggja bifreiða með þeim afleiðingum að einn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Fossvogi. Þrír aðrir hlutu einhver meiðsl. Unnið er á vettvangi og eru vegfarendur beðnir að taka tillit til þess. Umferð er hleypt fram hjá vettvangi eins og hægt er“, segir í tilkynningunni.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem upplýsingar berast.