10 C
Selfoss
Home Fréttir Magnus Hirschfeld – frumkvöðull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks

Magnus Hirschfeld – frumkvöðull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks

0
Magnus Hirschfeld – frumkvöðull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks
Bókaútgáfan Sæmundur.

Bókaútgáfan Sæmundur hefur gefið út ritið Magnus Hirschfeld – frumkvöðull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks eftir þýska fræðimanninn Ralf Dose. Rit þetta er leiðarsteinn í baráttu samkynhneigðra um heim allan og varpar fróðlegu ljósi á þá sögu fyrr og nú.

Magnus Hirschfeld (1868–1935) var þýskur læknir og baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks. Í upphafi tuttugustu aldarinnar starfrækti hann framsækna kynfræðastofnun í Berlín.

Bókin gerir grein fyrir ævi og störfum Hirschfelds og baráttu hinsegin hreyfingarinnar í árdaga hennar, bæði austan hafs og vestan. Hún veitir einnig góða innsýn inn í margbreytilegt mannlíf, frjálslyndi og framsækni sem lifði góðu lífi í Þýskalandi Weimarlýðveldisins en var barið niður með valdatöku nasista.

Ralf Dose er þýskur fræðimaður við stofnun í Berlín sem kennd er við Magnus Hirschfeld.

Guðjón Ragnar Jónasson þýddi bókina og ritar aðfaraorð.