Forseti Íslands flutti opnunarávarp á Ungbarnasundráðstefnu sem haldin er á Selfossi

Forseti flutti opnunarávarp á Norrænni ráðstefnu um ungbarnasund á Selfossi í gær. Um 150 manns frá öllum norrænu ríkjunum sitja ráðstefnuna, auk þátttakenda frá allnokkrum öðrum löndum. Í máli sínu fjallaði forseti meðal annars um sína jákvæðu og dýrmætu reynslu af því að fara með sín börn fimm í ungbarnasund á sínum tíma. Þá minnti hann hina erlendu gesti á hina ríku sundlaugarmenningu okkar Íslendinga.