10 C
Selfoss

Sólheimajökull hopar um 110 metra

Vinsælast

Árleg jökulmæling 7. bekkjar Hvolsskóla á Sólheimajökli fór fram 8. október sl. Þetta er í níunda sinn sem hop jökulsins er mælt. Hopið mældist vera um 110 metrar milli áranna 2017 og 2018. Hefur hop jölulsins aldrei mælst meira síðan byrjað var að mæla haustið 2010. Það var t.d. um 60 m í fyrra. Bráðnun jökla virðist því fara hraðvaxandi. Dýpt lóns­ins er 55–60 m. Jökullinn mælist hafa hopað um tæpa 380 m frá því mælingar hófust haust­ið 2010.
Mælingin gekk mjög vel með aðstoð góðra manna úr björg­unarsveitinni Dagrenningu. Allir fóru svo að lokum í skoðunar- og skemmtisiglingu á lóninu. Gögn um mælinguna eru kynnt í skól­anum með myndum.

Nýjar fréttir