2.3 C
Selfoss

SASS kallar eftir aukinni aðkomu sjúkraþyrlna á Suðurlandi

Vinsælast

Á síðasta stjórnarfundi SASS, Sam­taka sunn­lenskra sveit­­ar­félaga, sem haldinn var 18. september sl., var tekin fyrir skýrsla starfshóps velferð­ar­­ráðu­neytisins sem gefin var út í ágúst sl. Í skýrsl­unni voru teknir fyrir mögu­leikar á auk­inni að­komu þyrlna að sjúkra­flugi.

Stjórn SASS tekur undir sjón­ar­mið tveggja af sjö full­trúum í starfshópnum um að leggja til við heilbrigðisráðherra að sér­stakri sjúkraþyrlu verði komið á fót, með stuttum út­kallstíma (<10 mínútur) og sér­hæfðum mannskap (lækni og hjúkrunar­fræðingi/bráða­tækni).

Áætlaður kostnaður er á bil­inu 500 til 880 milljónir á ári eftir því hvaða þyrla yrði valin til verk­efnisins og hvort einn eða tveir flugmenn yrðu í áhöfn.
Stjórn SASS leggur jafnframt til að þyrlan verði staðsett á Suð­ur­landi. Þá áréttar stjórnin nauð­­syn þess að sem fyrst verði far­ið í tilraunaverkefni þar sem þyrl­­ur verði notaðar í sjúkraflug.

Nýjar fréttir