5 C
Selfoss

Ný aðveitustöð tekin í notkun í Vík

Vinsælast

Ný aðveitustöð var tekin í notkun í Vík í Mýrdal þann 6. september sl. Samkvæmt Rarik er hún mikilvægur liður í að mæta aukinni rafmagnsnotkun í Vík og nærliggjandi sveitum um leið og hún bætir afhendingaröryggi rafmagns. Talsvert hefur verið um truflanir á rafmagni í sveitarfélaginu eins og fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Mýrdalshrepps. Þar kallar sveitarstjórnin m.a. eftir því að afhendingaröryggi sé tryggt á svæðinu en í fundargerð sveitarstjórnar, 19. september sl. kemur fram áskorun þess efnis. Þar kemur m.a. fram að staðfest hafi verið af starfsmanni Rarik að straumleysi hafi verið tíðara í sveitarfélaginu en geriðst annars staðar sérstaklega vegna bilana í spennistöð við Rimakot.

Með nýrri stöð sem var spennusett 6. september sl. batnar afhendingaröryggið skv. Rarik. Stöðin er með 19 og 33 kV rofabúnað auk 33/19 kV spennis. Stöðin annar ríflega þrefalt meira álagi en sú eldri. Gamla aðveitustöðin sem hefur þjónað Vík og nágrenni frá árinu 1982 verður lögð niður en í húsnæði hennar verður áfram starfrækt varaaflsstöð.

Nýjar fréttir