Atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps býður íbúum í Diskósúpufund

Diskósúpufundur. Mynd: Flóahreppur.
Diskósúpufundur. Mynd: Flóahreppur.

Mánudaginn 1. október kl. 19 verður Diskósúpufundur um atvinnu- og umhverfismál í Þingborg í Flóahreppi. Fundargestum verður boðið verður upp á svokallaða Diskósúpu.

Efni fundarins er spennandi, en á dagskránni er:

  • Kynning á Reko hugmyndinni. Nýtt form á sölu og dreifingu matvæla frá smáframleiðendum beint til neytenda með aðstoð samfélagsmiðla.
  • Kynning á Uppbyggingasjóði Suðurlands. Ertu með frábæra hugmynd? Sendu inn umsókn.
  • Umhverfis Suðurland – Sunnlenskt átak í umhverfismálum. Í október er umfjöllunarefnið matarsóun og er Diskósúpan liður í því.
  • Almennt spjall um atvinnu- og umhverfismál ef tími leyfir.