11.7 C
Selfoss

Vistheimt hjá Bláskógaskóla í Reykholti

Vinsælast

Nemendur á miðstigi Blá­skógaskóla í Reyk­holti hófu í haust vinnu við verkefnið „Vistheimt“ í samvinnu við Land­græðslu ríkisins, Landvernd og Landgræðslufélag Tungna­manna. Verkefnið er þema í Grænfánaverkefni Land­verndar.

Vist­­heimt er ferli sem stuðlar að bata vistkerfis sem hefur hnignað af einhverjum ástæðum og snýr að uppgræðslu og endurheimt gróð­urs á ör­foka landi. Það hjálpar nem­endum betur að skilja hvernig hægt er að aðstoða nátt­úr­una á svæðum sem hafa skemmst eða raskast til dæmis vegna eld­gosa, beit­ar eða veðurfars. Þeir fá jafn­framt skiln­ing á því að með því að auka grósku, frjósemi og líffjöl­breytileika svæðisins vinna þeir líka gegn loftslags­breytingum.

Nemendur á miðstigi í Bláskógaskóla í Reykholti sem tóku þátt í verkefninu. Mynd: Bláskógaskóli.

Nemendur fóru með kennur­um sínum upp í Rót­armannatorfur við Bláfell mánudaginn 10. sept­­­­ember sl. og hófu starf sitt með því að gróðursetja birki og baunagras. Í vor er fyrirhugað að gera ýmis konar rannsóknir og til­raunir bæði á há­lend­inu, í skóla­­stofunni og í nágrenni skólans. Verkefnið er þver­faglegt og kemur inn á alla þætti kennsl­unnar.

Nýjar fréttir