7.3 C
Selfoss

Framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla í Reykholti

Vinsælast

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað að ráðast í byggingu nýs leikskóla eftir að raki og mygla greindist í eldra húsnæði leikskólans Álfaborgar sumarið 2016. Gamla húsnæði leikskólans var byggt sem grunnskóli og tekið í notkun 1928 og því komið til ára sinna.
Þegar rakinn og myglan greindist var brugðið á það ráð að færa starfsemi leikskólans yfir í grunnskólann til bráðabrigða. Nú er farið að sjá fyrir endann á þeirri samvist.

Nýi leikskólinn verður um 540 fermetrar að stærð, þriggja deilda og mun rúma 60 börn. Stefnt er á að fræmkvæmdum verði lokið og skólinn tekinn i notkun í byrjun ágúst 2019. Með tilkomu nýs leikskóla er ljóst að um algjöra byltingu verður að ræða fyrir nemendur og starfsfólk leikskólans Álfaborgar. Eins mun grunnskólinn í Reykholti aftur fá undir sína starfsemi þann hluta skólans sem leikskólinn hefur haft til umráða.

VA arkitektar sáu um hönnun skólans. Strax var lögð áhersla á að byggingin væri einföld og viðhaldslítil. Jarðvegsframkvæmdir hófust í maí síðastliðinn, um leið og frost var farið úr jörðu. Mikil vinna hefur farið í jarðvegsframkvæmdir en færa þurfi mikið af lögnum sem voru í byggingareitnum. Talsvert af þessum lögnum voru komnar á tíma og þurftu endurnýjunar við. Framkvæmdir á fyrsta áfanga hófust í byrjun september með uppslætti á sökklum. Fyrsti áfangi verksins samanstendur af uppsteypu, einangrun, klæðningu, glugga- og hurðaísetningu og frágangi á þaki. Fyrirtækið Ari Oddsson ehf. sér um þann verkhluta. Á næstu dögum verður seinni hluti verksins boðinn út en það er innanhús- og lóðafrágangur.

Eins og sjá má gengur bygging leikskólans vel áfram en stefnt er að verkinu veri lokið í ágúst 2019. Mynd: Bláskógabyggð.

Nýjar fréttir