1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Sindri bakari lokar á Flúðum

Sindri bakari lokar á Flúðum

0
Sindri bakari lokar á Flúðum
Mynd: Sindri Bakari.

Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Sindri:„Kæru sveitungar, vinir og viðskiptavinir. Sú staða er nú komin upp að við sjáum ekki rekstrargrundvöll fyrir litla bakaríið okkar í því formi sem það er. Það er harður rekstur að þurfa að treysta á ferðamenn og þar af leiðandi veður og vinda til að hlutirnir rati í réttan farveg. Við skrifum þennan lítilfjörlega á póst með trega og blendinum tilfinningum. Við höfum eignast góða vini á Flúðum og kynnst fullt af skemmtilegu fólki í gegnum bakaríið. Allt hefur sinn tíma og nú er þessi tími liðinn og við ætlum að róa á önnur mið. Takk fyrir allt elsku vinir. Ég vona innilega að einhver sjái tækifæri í að taka við rekstrinum og snúa honum í rétta átt því tækifærin eru mörg og góð í fallegustu sveit landsins, Hrunamannahreppi.“