6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Bæjarráð Árborgar vill hringtorg og undirgöng við Suðurhóla á Selfossi

Bæjarráð Árborgar vill hringtorg og undirgöng við Suðurhóla á Selfossi

0
Bæjarráð Árborgar vill hringtorg og undirgöng við Suðurhóla á Selfossi
Sveitarfélagið Árborg

Í fundargerð bæjarráðs Árborgar er áskorun á Vegagerðina. Áskorunin felst í að Vegagerðin hefji nú þegar hönnun og framkvæmd á gerð hringtorgs og undirganga við gatnamót Eyrarvegar og Suðurhóla.

„Með fjölgun íbúa á Selfossi og þá sérstaklega í Hagalandi hefur umferð aukist verulega um þessi gatnamót sem í dag eru krossgatnamót. Að auki mun uppbygging í Björkurstykki hefjast á næsta ári með enn frekari aukningu umferðar. Mikill umferðarhraði hefur einnig aukið verulega slysahættu þarna og nýlegt umferðarslys á þessum gatnamótum er skýrt dæmi um það,“ segir í ályktuninni.