5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Samgönguvikan 2018: „Veljum fjölbreyttan ferðamáta“

Samgönguvikan 2018: „Veljum fjölbreyttan ferðamáta“

0
Samgönguvikan 2018: „Veljum fjölbreyttan ferðamáta“

„Veljum fjölbreytta ferðamáta“ er yfirskrift Samgönguviku í ár, en hún var sett þann 16. september, á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem árlega stendur yfir dagana 16. – 22. september.

Þema vikunnar vísar til þess ávinnings sem er af því að einskorða sig ekki við eina tegund samgangna heldur nýta til fulls þá möguleika sem ólíkir samgöngumátar bjóða upp á.

Fjöldi viðburða verða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka í vikunni en nálgast má upplýsingar um dagskrá vikunnar hér á vef Stjórnarráðsins, á heimasíðum sveitarfélaganna, auk Facebook síðu vikunnar.

Þannig verður boðið í göngu- og hjólatúra, óformleg rannsókn á hraða ólíkra ferðamáta verður kynnt í myndbandaformi, efnt verður til málþings um samgöngur og vinnustaði í borginni, hjólakappar sýna listir sínar á sk. pump track braut, göngu- og hjólaleiðir verða teknar í notkun sem og hjólaviðgerðastandar og vatnsdrykkjarfontar svo fátt eitt sé nefnt.

Ráðstefnan Hjólað til framtíðar verður haldin í áttunda sinn í samstarfi við sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu og fleiri aðila en markmið hennar er að ýta undir fjölbreytta ferðamáta og auka veg hjólreiða á Íslandi.

Vikan endar svo á „frídegi bílsins“, 22. september þegar almenningur er hvattur til þess að skilja bílinn eftir heima og til að auðvelda það býður Strætó ókeypis í strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Dagskrá Evrópskrar samgönguviku