8.9 C
Selfoss

GOS semur við Vegagerðina um færslu golfbrauta

Vinsælast

Golfklúbbur Selfoss og Vegagerðin hafa gert með sér samkomulag um aðlögun Svarfhólsvallar að fyrirhuguðum nýjum þjóðvegi 1 norður fyrir Selfoss, með nýrri brú á Ölfusá.

Áformað er að nýr vegur liggi beint yfir þriðju flöt golfvallarins auk þess að skera 2. braut sem og æfingasvæði GOS, en til að bregðast við þeim keðjuverkandi áhrifum sem veglagningin hefur á brautaskipan vallarins þarf GOS að útbúa þrjár nýjar brautir og færa æfingasvæði sitt.

Samkomulag GOS við Vegagerðina gerir ráð fyrir að GOS hætti notkun æfingasvæðis, 2. brautar og 3. brautar eigi síðar en 1. september 2022. Þannig hefur golfklúbburinn fjögur ár til að taka nýjar brautir og æfingaaðstöðu í notkun. Miðað við að oft þurfi nýræktir á golfvöllum minnst tvö sumur til að gróa, þá er tíminn naumur. Framkvæmdir hefjast því strax, m.a. með gerð bráðabirgða æfingasvæðis vegna lokunar á því svæði sem notað hefur verið til þessa, en þar verður ein nýju brautanna þriggja lögð.

Nýjar fréttir