1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Smárúta og fólksbíll rákust saman við Virkisá

Smárúta og fólksbíll rákust saman við Virkisá

0
Smárúta og fólksbíll rákust saman við Virkisá
Lögreglan á Suðurlandi

Umferð á Suðurlandsvegi við Virkisá er komin í samt horf. Meiðsli á fólki voru minniháttar.

___________

Viðbragðsaðilar eru nú á leið á vettvang slyss sem varð þegar fólksbíll og smárúta rákust á við Virkisá í Austur Skaftafellssýslum. Allir eru lausir úr bílum og uppistandandi samkvæmt fyrstu upplýsingum af slysstað. Þá virðast meiðsl, a.m.k. við fyrstu sýn, ekki alvarleg. Eins og við er að búast má gera ráð fyrir einhverjum truflunum á umferð vegna þessa. Lögreglan á Suðurlandi gefur út nánari fyrirmæli þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.