1.1 C
Selfoss

Bókabæirnir og Gullkistan með námskeið fyrir almenning

Vinsælast

Á morgun laugardaginn 25. ágúst halda Gullkistan á Laugarvatni og Bókabæirnir austanfjalls ókeypis námskeið í skapandi skrifum fyrir almenning. Námskeiðið fer fram í FSu og hefst klukkan 10 um morguninn og stendur til klukkan 14 eftir hádegi. Um er að ræða seinna námskeiðið af tveimur sem bandaríski rithöfundurinn Alissa Hattmann stýrir en hún dvelur um þessar mundir við ritstörf í Gullkistunni á Laugarvatni. Hið fyrra fór fram á Laugarvatni 11. ágúst síðastliðinn og heppnaðist framar vonum.

Alissa sérhæfir sig í ritun stuttra frásagna sem kallst Flash fiction og hafa fengið íslenska heitið Leiftursögur og rekja skyldleika sinn til örsagna, anekdóta, vinjetta og prósaljóða svo nokkur dæmi séu tekin. Aðspurð um þetta frásagnarform vísar Alissa til orða bandaríska ljóðskáldsins Mark Strand sem heldur því fram að leiftursögur geti á einni blaðsíðu gert það sem hefðbundin skáldsaga gerir á tvöhundruð síðum. Alissa lauk MFA gráðu í ritlist árið 2009 og meistaraprófi í enskum bókmenntum frá Portland háskóla í Oregon árið 2009. Auk ritstarfa sinna kennir hún skapandi skrif við við Chemeketa háskólann í Salem í Oregon. Frekari upplýsingar er að finna á https://www.facebook.com/events/269209300533634/

Nýjar fréttir