5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Skógarveran Embla á Heilsustofnun

Skógarveran Embla á Heilsustofnun

0
Skógarveran Embla á Heilsustofnun
Erlendur Magnússon við skógarveruna Emblu á Heilsustofnun í Hveragerði. Mynd: Ingunn Mjöll Sigurðardóttir.

Á Heilsustofnun í Hveragerði hefur Erlendur Magnússon útskurðarmeistari unnið að sköpun skógarveru á lóðinni. Efniviðurinn er 30 ára gamalt grenitré og hefur skógarverunni verið gefið nafnið Embla. Haldið var upp á lok verksins á Heilsustofnun og m.a. söng Ágústa Eva, dóttir Erlends ásamt söngkvartett úr Hveramörk í Hveragerði í tilefni dagsins. Embla hefur vakið mikla ánægju meðal dvalargesta og nú er fólk farið að velta fyrir sér hvort Askur bætist í hópinn í framtíðinni.

Askur og Embla voru í norrænni goðafræði gerð úr tveim trjám sem Borssynir, það er Óðinn, Vili og Vé, fundu á sjávarströndu. Óðinn gaf þeim önd og líf, Vili gaf vit og hræring og Vé gaf ásjónu, mál, heyrn og sjón. Svo gáfu þeir þeim klæði og nöfn, manninum nafnið Askur en konunni Embla, og ólst af þeim mannkynið sem gefinn var Miðgarður til að búa í.