12.8 C
Selfoss
Home Fréttir Vinsælt lag Daða Freys tekið upp á Suðurlandinu

Vinsælt lag Daða Freys tekið upp á Suðurlandinu

0
Vinsælt lag Daða Freys tekið upp á Suðurlandinu

Tón­list­armaður­inn og sunnlendingurinn Daði Freyr Pét­urs­son var að sendi frá sér nýtt lag og mynd­band á dögunum. Lagið er komið í 10 sæti á vinsældarlista Rás 2. Lagið ber nafnið  Skipt­ir ekki máli. Myndband sem gefið var út samhliða laginu er í leikstjórn Daða Freys og Árnýjar Fjólu kærustu Daða. Það var svo faðir hans, Pétur Einarsson, sem sá um myndatökuna. Myndbandið var tekið upp á Norðurgarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Kýrnar á bænum fengu pláss í myndbandinu, en þær heilluðust af tónlistinni og mættu til að hlýða á flutninginn þegar verið var að taka myndbandið upp.