7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Spennandi sýning í Listagjánni á Sumar á Selfossi

Spennandi sýning í Listagjánni á Sumar á Selfossi

0
Spennandi sýning í Listagjánni á Sumar á Selfossi
Hrönn Traustadóttir

Listamaðurinn Hrönn Traustadóttir opnar sýningu í Listagjánni á Sumar á Selfossi. Sýningin opnar á fimmtudaginn 9. ágúst kl. 16:00. Listakonan verður á staðnum og segir frá sýningunni. Hrönn lærði listasögu í Heidelberg og fata-og trend hönnun í Milano. Hún er framhaldsskólakennari í Tækniskólanum og fræðslufulltrúi í Listasafni Árnesinga. Fjölskyldan flutti fyrir fjórum árum á Selfoss. Hrönn hannar prjónaflíkur undir nafninu Knit Ice og er með vinnustofu á Selfossi sem heitir Selið hönnunarstúdíó. Þar hefur hún haldið námskeið og listasmiðjur sem og annarsstaðar á landinu. Auk þess að sauma og prjóna gerir Hrönn myndir í tölvu, málar í akrýl og gerir verk úr endurunnum efnum sem á þann hátt öðlast nýtt líf. Þeim sem hafa áhuga á listsköpun Hrannar geta fylgst með henni á Instagram undir heitinu hronnart eða leitað með myllumerkinu #knitice.

Sýning Hrannar í Listagjánni verður opin út ágústmánuð á sama tíma og Bókasafnið er opið. Hjartanlega velkomin.