Árleg Geysisferð Postula var farin á laugardaginn 28. júlí sl. Það voru mótorhjólamenn og konur sem óku eftir Austurveginum á Selfossi þennan rigningarblauta dag. Allir hjólamenn eru velkomnir í ferðina. Meðlimir úr Bifreiðaklúbb Suðurlands slógust einnig í hópinn. Ferðin er farin upp að Geysi þar sem er stoppað í kaffi.