8.9 C
Selfoss
Home Fastir liðir Bleikja með hvítlaukssósu og Ritzkex-kaka

Bleikja með hvítlaukssósu og Ritzkex-kaka

0
Bleikja með hvítlaukssósu og Ritzkex-kaka
Sigrún Erna Guðjónsdóttir.

Þar sem við höfum fengið lítið af sumarsól, langar mig að koma með eina uppskrift sem alltaf léttir lundina:
Bleikja, vel alltaf frekar smá flök og helst beinhreinsaða.
Gott er að nota fjölnota grillfilmu svo ekkert festist á grillinu. Kryddað með salti og pipar og í lokin ferska sítrónu yfir. Best þykir mér glænýjar kartöflur sem ég kaupi í Melabúðinni á Flúðum, ásamt öllu því ferska grænmeti sem þar fæst og ekki má gleyma íslenska smjörinu, ómótstæðilegt með þessu.

Síðan er það hvítlaukssósan.

1 dós sýrður rjómi
3 hvítlauksrif pressuð
Rifinn börkur af lime
3 msk. balsamik edik
1/2 dl Steeves maple sýróp
Svo er lime-safinn kreistur út í.

Jæja, nú er komið að því sem sætatönnin, sem ég er, á reyndar erfitt með að velja; eftirrétturinn, en það sem er í uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni er;

Ritz-kex-kakan

Botn
3 eggjahvítur
2 1/2 dl sykur
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. lyftiduft
2 1/2 dl salthnetur
1/2 pakki Ritz-kex

Krem
3 eggjarauður
3 msk. flórsykur
100 gr. Nóa-Síríus rjómasúkkulaði
50 gr. smjör

Hitið ofninn í 160°C.
Þeytið eggjahvítur og sykur saman. Bætið vanilludropum og lyftidufti saman við og stífþeytið. Myljið Ritz-kex og salthnetur (gott er að setja salthneturnar örsnöggt í matvinnsluvél) og blandið þeim saman við.
Bakið í 20 mín. og látið botnana kólna alveg áður en kremið er sett á.

Hrærið eggjarauður og flórsykur mjög vel saman. Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í potti við vægan hita þar til hvort tveggja er alveg bráðið. Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu út í eggjarauðublönduna og þeytið vel.

Þessi bomba er æðisleg með rjóma eða bara ískaldri mjólk.