10 C
Selfoss
Home Fréttir Menningarveisla Sólheima heldur áfram

Menningarveisla Sólheima heldur áfram

0
Menningarveisla Sólheima heldur áfram
Kristi Hanno klarínettuleikari.

Lokamánuður Menningarveislu Sólheima er í ágúst. Verslun, kaffihús og sýningar eru af því tilefni með opið frá kl:12 – 19:30 alla daga. Laugardaginn 4. ágúst eru tónleikar í Sólheimakirkju klukkan 14. Kristi Hanno klarínettuleikari frá Bandaríkjunum mun flytja nokkur klarinettuverk eftir ýmis tónskáld. Komið á einstaka clarinet upplifun þar sem áhorfendur verða hluti af tónlistarsköpuninni með spunaleikjum.