0.6 C
Selfoss

Fyrstu íbúðirnar í fjölbýli við Austurveg afhentar

Vinsælast

Fyrstu íbúðirnar í nýju fjölbýlishúsi við Austurveg 37–39 á Selfossi voru afhentar nýjum eigendum þriðjudaginn 10. júlí sl. Íbúðirnar hafa verið í byggingu síðan í maí í vor. Það voru glaðbeittir eigendur fyrstu 10 íbúðanna sem tóku á móti lyklunum úr hendi Pálma Pálssonar framkvæmdastjóra hjá Pálmatré ehf. Framkvæmda­aðili verksins er Fagridalur ehf. en Pálmatré ehf. er byggingar­aðili. Fyrirtækið sér um að byggja íbúðirnar en þær eru ætlaðar fyrir 50 ára og eldri. Í fyrsta áfanga voru byggðar tólf íbúðir. Verið er að byggja bíla­kjallara með 18 stæðum. Alls er gert ráð fyrir 35 íbúðum í þrem­ur húsum.

Nýir eigendur íbúða að Austurvegi 37–39 ásamt Pálma Páls­syni, framvæmdastjóra Pálmatrés ehf. (lengst til vinstri) og Snorra Sigurfinnssyni Fasteignasölunni Bæ (lengst til hægri). Mynd: GPP.

Nýjar fréttir