3.9 C
Selfoss

Tekist hefur að draga verulega úr átroðningi í Laugahrauni

Vinsælast

Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að uppbyggingu göngustígs um Laugahraun í Landmannalaugum. Í sumar verður þeirri vinnu haldið áfram undir handleiðslu landslagsarkitekts og með digri aðstoð sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar. Framkvæmdir í ár takmarkast við það fjármagn sem úthlutað hefur verið í verkefnið. Klárað verður að ganga frá köntum göngustígsins og endurheimta gróður umhverfis stíginn þar sem hann lætur mikið á sjá vegna átroðnings. Ákveðin svæði hafa verða girt af, leiðbeinandi skilti sett upp og tugi villustíga verið lokað sem liggja um Laugahraun. Ekki verður klárað að setja dökkt yfirborðsefni á göngustíginn, en gert er ráð fyrir að það verði gert á næsta ári ásamt því að halda áfram uppbyggingu og viðhaldi á Laugaveginum áleiðis að Brennisteinsöldu.

Tekist hefur að draga verulega úr átroðningi í Laugahrauni eftir aðgerðir síðustu tveggja ára með uppbygging göngustígasins og lokun villustíga sem hefur leitt af sér skilvirkari stýringu umferðar um hraunið. Gróður er að taka vel við sér eftir veturinn og lang flestir gestir friðlandsins halda sér á stígnum og fylgja leiðbeinandi skiltum þar um. Landvarsla hefur verið aukin í Landmannalaugum og eru landverðir nú þar til staðar frá morgni til kvölds til að fræða, upplýsa og leiðbeina gestum um friðlandið og bætta ferðahegðun.

Nýjar fréttir