0 C
Selfoss

Lífleg veiði í vötnum sunnan Tungnaár

Vinsælast

Alls komu 595 fiskar á land fyrstu veiðivikuna í vötn­um sunnan Tungnaár vikuna 23. til 1. júlí sl. Athygli vakti góð veiði í Blauta­veri, en þar komu 53 fiskar á land og þyngsti fisk­urinn þar var þrjú pund.

Veiðileyfi eru seld í Land­manna­helli og í fjallabúðinni í Landmannalaugum. Ekki þarf að panta fyrirfram. Veiðisvæðið er tilvalið fyrir fjölskyldur og veitir veiðileyfið aðgang að góð­um veiðivötnum eins og Frosta­staðavatni, Dómadals­vatni og Ljóta­polli auk margra annarra vatna. Veiðimenn eru hvattir til að skila útfylltum veiðileyfum að lokinni veiðiferð til veiðivarða í Landmannahelli, í safnkassa á gatnamótum við Frostastaðavatn/Ljótapoll eða við efri af­leggjara inn að Landmanna­helli.

Hellismenn ehf. sem reka ferðaþjónustu við Landmanna­helli sjá um veiðivörslu á svæð­inu í sumar. Hægt er að fá tjald- og skálagistingu í Landmanna­helli og Landmannalaugum.

Veiðitölur í sumar má sjá á heimasíðunni www.veidivotn.is.

Nýjar fréttir