1.1 C
Selfoss

Samstarfssamningur vegna framkvæmdar á Laugavegshlaupi Ultra Maraþon

Vinsælast

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn, Björgunarfélag Árborgar og Íþróttabandalag Reykjavíkur hafa undirritað samstarfssamning til næstu þriggja ára vegna framkvæmdar á Laugavegshlaupi Ultra Maraþon. Hlaupið er 55 km langt utanvegahlaup, sem hefst í Landmannalaugum og endar í Húsadal í Þórsmörk. Að þessu sinni fer hlaupið fer fram laugardaginn 14. júlí nk. í 22. sinn.

Þessi samningur er mikilvægur fyrir alla aðila. Hann gerir Frískum Flóamönnum kleift að greiða niður þjálfarakostnað þannig að allar hlaupaæfingar eru ókeypis og einnig er hann góð tekjulind fyrir Björgunarfélag Árborgar. Saman hafa þessi tvö félög mikla reynslu af brautargæslu í Laugavegshlaupinu því þau hafa aðstoðað hlaupara á hlaupaleiðinni um árabil og hafa fengið mikið hrós fyrir góð störf. Alls eru það fimmtíu menn og konur sem þjónusta hlaupara á þessari krefjandi hlaupaleið. Aðaldrykkjarstöðvar eru við Hrafntinnusker, Álftavatn, Emstrur og Þórsmörk. Einnig eru starfsmenn við Grashagakvísl, Jökultungur, Bláfjallakvísl, á Söndunum, við Emstrugil, Ljósá og Þröngá. Það er því nokkuð ljóst að þétt gæsla er á leiðinni sem á að tryggja öryggi allra þeirra knáu hlaupara sem freista þess að taka þátt í þessu utanvegahlaupi í stórbrotnu umhverfi.

Nýjar fréttir