7.8 C
Selfoss

Metþátttaka í sumarlestri Bókasafns Árborgar

Vinsælast

Sumarlestri Bókasafns Árborgar á Selfossi, fyrir börn á aldrinum 7–10 ára, lauk í síðustu viku með miklu fjöri í ratleik. Metþátttaka var í sumarlestrinum í ár, en ríflega 100 börn skráðu sig til leiks. Þemað að þessu sinni var „Ofurhetjur“ og var barnadeild bókasafnsins skreytt í hólf og gólf með allskyns ofurhetjum og öllu sem að þeim snýr.

Starfsfólk á bókasafni Árborgar vill þakka þeim fjölda barna sem tók þátt í ár og hlakkar til að sjá sem flest aftur næsta sumar.

Skreytingarnar í barnadeildinni koma til með að standa áfram fram eftir sumri og eru allir velkomnir að koma og skoða hjá dýrðina á bókasafninu.

Nýjar fréttir