9.5 C
Selfoss

Örmagna göngumanni bjargað á Fimmvörðuhálsi

Vinsælast

Á níunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út í þriðja skipti þann daginn. Þá hafði björgunarsveitarfólk rétt náð að klára kvöldmatinn eftir útköll dagsins. Það fyrsta kom klukkan 4:07 síðustu nótt einnig á Fimmvörðuhálsi, klukkan 14:33 kom annað útkall en þá var ferðamaður villtur og þrekaður milli Hvanngils og Emstra. Í öllum tilvikunum náðu viðkomandi að hringja sjálf eftir aðstoð.

Rétt fyrir tíu í gærkvöldi voru um 30 manns komnir upp á Fimmvörðuháls, á bílum, vélsleðum og sexhjólum, að leita að manninum. Hann hélt kyrru fyrir við ákveðna stiku og fannst hann fljótlega. Á hálsinum var snjókoma og strekkingur og nokkuð magn af nýföllnum snjó.

Mikilvægt er að fólk sem hugar að ferðalögum á hálendi landsins fylgist með verðurspá og kynni sér aðstæður. Nokkuð er enn af snjó á hálendinu sem getur torveldað ferðalög.

Á vefnum www.safetravel.is er hægt að kynna sér góða ferðahegðun ásamt því að skila inn ferðaáætlun sem er mikilvægur öryggisþáttur í ferðalögum.

Nýjar fréttir