7.3 C
Selfoss

Góð stemning í Rangárþing Ultra þrátt fyrir smá mistök

Vinsælast

Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin föstudaginn 15. Júní sl. Þetta árið var hjólað frá Hvolsvelli til Hellu. Mistök urðu við framkvæmd keppninnar sem ollu því að hluti hjólara fóru út úr braut og því var ekki hægt að birta úrslit. Hluti hópsins fór rétta leið og fengu allir tíma sína senda á sms-i og geta notað þá til samanburðar þegar þessi leið verður farin á nýjan leik 12. júní 2020. Á næsta ári verður farið frá Hellu á Hvolsvöll og verður keppnin haldin 14. júní 2019. Framkvæmd og undirbúningur keppninnar tókst að öðru leyti vel. Mikil stemning var í mannskapnum. Myndirnar hér á síðunni tók er Marta Gunnarsdóttir.

Nýjar fréttir